1. MARS 2023

KRISTÍN HREFNA HALLDÓRSDÓTTIR

Hvað er raunverulega í matinn?

Umræðan um næringargildi skólamáltíða barna okkar kemur alltaf upp öðru hvoru sem er skiljanlegt. Við viljum bjóða börnunum okkar upp á holla og góða næringu. Í dag geta menntastofnanir, veitingastaðir og önnur stóreldhús miðlað þessum upplýsingum til þeirra sem þeir fæða með einföldum og stafrænum hætti með Timian veflausninni.

blog_image

Kristín Hrefna Halldórsdóttir, forstöðumaður gæða- og innkaupalausna hjá Origo, segir að Timian veflausnin sé nú þegar notuð í mörgum fyrirtækjum. „Til að mynda geta aðstandendur skjólstæðinga á Hrafnistu séð í gegnum Timian hvað amma þeirra borðaði í hádeginu þann daginn. Þannig má skoða næringagildið í matnum og öll innihaldsefnin, segir hún.


Betri yfirsýn um innihald og næringu

Kosturinn við það að geta nálgast þessar upplýsingar hratt og örugglega eru margar. Amma er kannski slæm í maganum eftir hádegisverðinn en þá er
hægt að fletta upp hádegisseðlinum með einföldum hætti og fá upp næringargildi hádegisverðarins í heild sinni gegnum Timian.
„Það er hægt að skoða til dæmis aðeins sósuna sem var með hádegisverðinum í gegnum Timian og athuga innihaldið í sósunni. Þannig ef amma er slæm í maganum eftir hádegisverðinn gæti aðstandandi séð að það var mjólk í sósunni og vitandi að amma er með mjólkuróþol, sent ábendingu á starfsmann Hrafnistu. Sama ferli er hægt að hafa um önnur eldhús sem elda fyrir okkur eða okkar nánustu,“ útskýrir Kristín Hrefna. Lausnina má finna með hugbúnaðinum Timian sem Hrafnista hefur nú notað síðan árið 2012.

Einfaldari stýring stóreldhúsa

Flestir sem hafa starfað í stóreldhúsum þekkja álagið sem fylgir því að matreiða fyrir fjölda manns. Það þarf að reikna út hráefnaþörf, panta inn, fylgjast með stöðu pantana á mörgum stöðum, taka til hráefni sem nota á yfir daginn, skipuleggja matseðla og birta þá, jafnvel að reikna út næringargildið og orkuinnihald í matnum. Timian mötuneytis lausnin einfaldar alla stýringu stóreldhúss svo um munar. Stress minnkar, kostnaður lækkar og það þarf minna að henda af mat. Kerfið hentar veitingahúsum, fyrirtækjamötuneytum og heilbrigðisfyrirtækjum sem þurfa jafnframt að halda utan um sérfæði fyrir sína skjólstæðinga.

Sjálfvirkur útreikningur

Næringarviðmið ÍSGEM (Íslenska gagnagrunninum um efnainnihald matvæla) frá Matís fylgir kerfinu og reiknar Timian sjálfvirkt út næringarviðmið uppskrifta og máltíða. Næringarfræðingar og matráðar geta skoðað næringargildi fyrir helstu vítamín, steinefni og orku áður en matseðlar eru gefnir út. Þá geta endanotendur skoðað orkuinnihald máltíða og matseðla. Ef einhverjir eru með fæðuofnæmi eða fæðuóþol er því hægt að sjá með nákvæmum hætti hvaða fæðutegundir eru í matnum þann daginn og komast hjá því að innbyrða tegundir sem geta valdið ofnæmi eða óþoli.

,,Með Timian er einfalt að birta matseðla á ytri eða innri vef fyrir matargesti. Það er einfalt að taka út einstök hráefni úr matseðlinum og sjá hvernig orkuinnihaldið breytist með tilliti til kolvetnis, fitu og próteins. Þannig er hægt að fylgjast með því að maturinn sem er eldaður, hvort sem það er fyrir börnin okkar, ömmu eða okkur sjálf, sé hollur og næringarríkur,” segir Kristín Hrefna ennfremur.

Um Timian

Timian er skýjalausn sem samþættir pantanaferlið  milli kaupanda og birgja hans. Lausnin hjálpar fyrirtækjum að stjórna útgjöldum sínum á grænni hátt og gefur þeim þá stjórn og innsýn sem þeir þurfa til að geta lækkað kostnað og kolefnisspor.

Hafa samband

Origo Borgartún 37, 105 Reykjavík
Sími: 516 1000
timian@origo.is

Copyright 2022 @Timian by Origo hf. All rights reserved