um timian

Hvað gerir Timian?

Timian er heildstætt innkaupakerfi sem gerir fyrirtækjum kleift að útbúa rafrænar innkaupabeiðnir og innkaup frá öllum sínum birgjum í einu og sama viðmótinu. Skipulag og staða innkaupa verður skýrt og gegnsætt, áhyggjur af stöðu pantana og beiðna minnka og líkurnar á mistökum við samþykkt reikninga hverfa.

Timian er SAAS lausn (áskriftarlausn) sem er skalanleg fyrir mismunandi skjástærðir. Kerfið býður bæði upp á viðmót á íslensku og ensku.

Eitt viðmót til að kaupa inn frá mörgum birgjum

Rafrænar innkaupabeiðnir

Rafrænar pantanir til birgja

Pantanir mótteknar og bornar saman við pöntun

Vörum dreift innanhúss samkvæmt beiðnum

Rafrænn reikningur borinn saman við pöntun

Samþykktur reikningur sendist yfir í fjárhagskerfi

Hvernig virkar Timian?

Rafræn innkaup með Timian virka þannig að innkaupabeiðnir berast frá starfsmönnum til þess aðila sem sér um innkaupin, sem getur þá sameinað margar beiðnir í eina pöntun til eins eða fleiri birgja.

Pöntunin fer með rafrænum hætti til birgjanna, en mismunandi er með hvaða hætti þeir geta tekið á móti pöntunum. Það getur verið i tölvupósti, með vefþjónustum eða skeytamiðlara.

Þegar pöntun berst frá birgja til kaupandans er hún móttekin og sett i dreifingu innanhúss og eru allir ferlar og dreifingalistar til reiðu í kerfinu.

Rafrænn reikningur frá birgja er borinn saman við pöntunina. Þegar reikningurinn er samþykktur þá sendast bókhaldsgögn yfir í fjárhagskerfi fyrirtækisins, sem sagt rafrænt kerfi frá A til Ö.

Kostir Timian

Fyrir starfsmann innkaupa

Stöðluð innkaup

Engin pappírsvinna

Aukinn hraði í innkaupaferlinu

Tímasparnaður

Færri mistök í rafrænu ferli

Kostir Timian

Fyrir fyrirtækið

Bætt yfirsýn, stjórnun og eftirlit

Hagkvæmari innkaup (5-15%)

Heildrænt yfirlit á öll innkaup

Gegnsæi í innkaupum

Kostir Timian

Minna kolefnisspor í innkaupum

Betri stjórn á þörfum fyrir aðföng

Betri nýting aðfanga

Hægt að skrá kolefnisspor einstakra vara

Útprentun hverfur við rafræna innkaupaferla

Færri ferðir hjá birgjum þar sem pantanir eru sameinaðar

Kristín Hrefna Halldórsdóttir
Kostir Timian

Minni tímasóun

Minni tími í gerð beiðna og pantana

Minni tími í förgun aðfanga

Minna um hlaup og hringingar á milli manna

Minni tími í kostnaðargreiningar

Minni tími í að reikna út hráefnisþörf

Minni tími í að reikna út næringagildi

Rafrænar tengingar

Pantanir með vefþjónustum

Pantanir með skeytamiðlara

Rafrænir reikningar og bókunarskjöl

Greiningar og umsýsla

Í stórum fyrirtækjum eru þarfir mismunandi eftir deildum og starfsmönnum. Til að einfalda dagleg störf er hægt nýta sér öflugar aðgangsstýringar Timian þannig að starfsmenn sjái aðeins þær upplýsingar sem þeir þurfa á að halda.

Stjórnendur vija geta nýtt innkaupagögn í raun tíma og losna við handavinnu við að greina innkaupagögn til betri ákvörðunartöku, greina frávik og leiðrétta mistök. BI greiningar eru því notaðar til þess að rýna og greina í raun tíma innkaupagögnin.

Aðgangsstýringar og heimildir

Samstæðusýn á gögn

Skýrslur um innkaup og vörunotkun

Greining niður á vöruflokka og vörur

BI greiningar aðlagaðar að hverjum notanda

Innkaupagögn sem hægt að flytja yfir í grænt bókhald

Um Timian

Timian er skýjalausn sem samþættir pantanaferlið  milli kaupanda og birgja hans. Lausnin hjálpar fyrirtækjum að stjórna útgjöldum sínum á grænni hátt og gefur þeim þá stjórn og innsýn sem þeir þurfa til að geta lækkað kostnað og kolefnisspor.

Hafa samband

Origo Borgartún 37, 105 Reykjavík
Sími: 516 1000
timian@origo.is

Copyright 2022 @Timian by Origo hf. All rights reserved