Viðskiptavinir okkar
Lausnin okkar
Innkaup eru flókin en þurfa þess ekki með Timian
Beiðnir
Ferli fyrir innkaupabeiðnir bæði til samþykktar og til útreiknings á vöruþörf til innkaupa.
Innkaup
Birgjar, vörur, pantanir, innkaupa- og afgreiðsluyfirlit, innkaupaþörf og dreifingalistar.
Birgjavefur
Birgjar geta uppfært vöruskrár og verð ásamt því að taka á móti og afgreiða pantanir.
Reikningasamþykkt
Rafrænir reikningar parast við pantanir, eru samþykktir og sendast yfir í fjárhagskerfið.
Eldhús
Uppskriftir, matseðlar, málsverðir, fjöldi í mat, matseld, hráefnaþörf ásamt næringarútreikningum.
Grænt bókhald
Í samstarfi við Klappir færast innkaupagögn með kolefnisspori yfir í Vistkerfi Klappa.
Ávinningur af Timian kom fljótlega í ljós hjá okkur í Brim, þar sem við sáum strax lækkun á kostnaði á fæði og öðrum rekstrarkostnaði. Annað sem breyttist hjá okkur var að birgjatengsl styrktust og við fengum betri þjónustu frá birgjum eftir að við fórum inn í Timian.
Ingólfur Steingrímsson, Fjármálasvið Brims.
Timian
Um Timian
Timian er heildstætt innkaupakerfi sem gerir fyrirtækjum kleift að útbúa rafrænar innkaupabeiðnir og innkaup frá öllum sínum birgjum í einu og sama viðmótinu. Skipulag og staða innkaupa verður skýr og gegnsæ, áhyggjur af stöðu pantana og beiðna minnka og líkurnar á mistökum við samþykkt reikninga hverfa.
Timian er SAAS lausn (áskriftarlausn) sem er skalanleg fyrir mismunandi skjástærðir. Kerfið býður bæði upp á viðmót á íslensku og ensku.
Um Timian
Timian er skýjalausn sem samþættir pantanaferlið milli kaupanda og birgja hans. Lausnin hjálpar fyrirtækjum að stjórna útgjöldum sínum á grænni hátt og gefur þeim þá stjórn og innsýn sem þeir þurfa til að geta lækkað kostnað og kolefnisspor.
Hafa samband
Origo Borgartún 37, 105 Reykjavík
Sími: 516 1000
timian@origo.is