Eldhús

Einfaldari stýring stóreldhúsa

Flestir sem hafa starfað í stóreldhúsum þekkja álagið sem er í gangi við að matreiða fyrir fjölda manns. Það þarf að reikna út hráefnaþörf, panta inn, fylgjast með stöðu pantana á mörgum stöðum, taka til hráefni sem nota á yfir daginn, skipuleggja matseðla og birta þá og jafnvel að reikna út næringaviðmið og orkuinnihald. Timian mötuneytislausnin einfaldar alla stýringu stóreldhúss svo um munar. Stress minnkar, kostnaður lækkar og minna þarf að henda af mat.

Kerfið hentar veitingahúsum, fyrirtækjamötuneytum og heilbrigðisfyrirtækjum sem þurfa jafnframt að halda utan um sérfæði fyrir sína skjólstæðinga.

Uppskriftir og matseðlar

Næringa- og orkuútreikningur

Birting matseðla á innri- og ytri vef fyrirtækis

Útreikningur á hráefnisþröf

Tiltektarlistar fyrir matreiðslu

Sérfæðislistar og límmiðaútprentun

Tenging við Beiðnir og Innkaup Timian

Næringarútreikningur

Sjálfvirkur útreikningur á næringarviðmiði uppskrifta og máltíða

Næringarviðmið ÍSGEM grunnsins frá Matís fylgir kerfinu og reiknar Timian sjálfvirkt út næringarviðmið uppskrifta og máltíða fyrir notendur kerfisins. Næringafræðingar og matráðar geta skoðað næringaviðmið fyrir helstu vítamín, steinefni og orku áður en matseðlar eru gefnir út. Þá geta endanotendur skoðað orkuinnihald máltíða og matseðla og brotið niður eftir kolvetni, fitu og próteini. Einfalt er að birta matseðla á ytri eða innri vef fyrir matargesti.

Skemmtilegt er að leika sér með að taka út einstök hráefni og sjá hvernig næringaviðmið breytast. Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan og skoðaðu í rauntíma hvernig matseðill með næringagildum getur litið út.

Eldhúskerfið

Algengar spurningar

.

Eru nú þegar uppskriftir í kerfinu?

Hvernig reiknar Timian út næringaviðmiðin?

Þurfa uppskriftirnar að vera fyrir jafn marga og eru í mat?

Hvað þarf ég að gera til þess að matseðill verði til?

Get ég verið með mörg eldhús í einu kerfi?

Hvað er hægt að samnýta ef mörg eldhús eru í sama kerfinu?

Um Timian

Timian er skýjalausn sem samþættir pantanaferlið  milli kaupanda og birgja hans. Lausnin hjálpar fyrirtækjum að stjórna útgjöldum sínum á grænni hátt og gefur þeim þá stjórn og innsýn sem þeir þurfa til að geta lækkað kostnað og kolefnisspor.

Hafa samband

Origo Borgartún 37, 105 Reykjavík
Sími: 516 1000
timian@origo.is

Copyright 2022 @Timian by Origo hf. All rights reserved