Innkaup

Rauntíma yfirsýn á pantanir og innkaup

Innkaup frá mörgum birgjum í gegnum eitt miðlægt kerfi sparar tíma og gerir fyrirtækjum kleift að stjórna kostnaði og aðföngum með áður óþekktum leiðum. Miðlægir staðlaðir innkaupaferlar auka gegnsæi með rauntíma yfirsýn á pantanir og innkaup.

Ef engin miðlæg sýn er á þau innkaup sem eru í gangi á hverjum tíma þá er viðbúið að verið sé að kaupa inn svipaðar vörur jafnvel frá sömu birgjum innan sömu vikunnar. Slíkt innkaupamynstur eykur vinnu, kostnað og kolefnispor, þess vegna eru sífellt fleiri fyrirtæki að taka miðlæg innkaupakerfi í notkun.

Vörulistar birgja á einum stað

Innkaupaþörf reiknast út frá innkaupabeiðnum

Pantanir og stöðumódel þeirra

Samþykktarferli pantana

Samskiptasaga pöntunar

Minna kolefnisspor

Vöruspjöld

Vöruupplýsingar í Timian

Stöðluð vöruspjöld veita samræmda sýn á vörulista

Notast er við alþjóðlega flokkunarkerfið UNSPSC

Samheitavörulistar til einföldunar á vörukaupum

Greiningar og umsýsla

Einfaldaðu dagleg störf með öflugum aðgangsstýringum

Í stórum fyrirtækjum eru þarfir mismunandi eftir deildum og starfsmönnum. Til að einfalda dagleg störf er hægt nýta sér öflugar aðgangsstýringar Timian þannig að starfsmenn sjái aðeins þær upplýsingar sem þeir þurfa á að halda.

Stjórnendur vilja geta nýtt innkaupagögn í rauntíma og losna við handavinnu við að greina innkaupagögn til betri ákvörðunartöku, greina frávik og leiðrétta mistök. BI greiningar eru því notaðar til þess að rýna og greina innkaupagögnin í raun tíma.

Aðgangsstýringar og heimildir

Samstæðusýn á gögn

Skýrslur um innkaup og vörunotkun

Greining niður á vöruflokka og vörur

BI greiningar aðlagaðar að hverjum notanda

Innkaupagögn sem hægt að flytja yfir í grænt bókhald

Pöntunin fer með rafrænum hætti til birgja, en mismunandi er með hvaða hætti þeir geta tekið á móti pöntunum. Það getur verið með tölvupósti, vefþjónustum eða skeytamiðlara.

Þegar pöntun berst frá birgja til kaupandans er hún móttekin og sett í dreifingu innanhúss og eru allir ferlar og dreifingalistar til reiðu í kerfinu.

Um Timian

Timian er skýjalausn sem samþættir pantanaferlið  milli kaupanda og birgja hans. Lausnin hjálpar fyrirtækjum að stjórna útgjöldum sínum á grænni hátt og gefur þeim þá stjórn og innsýn sem þeir þurfa til að geta lækkað kostnað og kolefnisspor.

Hafa samband

Origo Borgartún 37, 105 Reykjavík
Sími: 516 1000
timian@origo.is

Copyright 2022 @Timian by Origo hf. All rights reserved